17.07.2012 12:34

Vinnukvöld á Sólvöllum

 

Vinnukvöld á Sólvöllum

Mánudagskvöldið 23. júlí n.k. er ætlunin að hafa svokallað vinnukvöld á Sólvöllum þar sem á að koma saman og laga til og fegra og prýða á mótssvæðinu okkar. Við auglýsum eftir vinnufúsum sjálfboðaliðum í verkefnið. Mæting er kl. 19:00 eða síðar þeim sem það hentar. Gott að hafa með t.d. skóflu, hrífu og tól til einföldustu lagfæringar á girðingum. Hressing í boði að loknu verki.

 

Æfingatímar fyrir Kópsmót, fyrir alla aldurshópa.

 Miðvikudag 25. júlí og fimmtudag 26. júlí er boðið upp á æfingartíma fyrir keppni á hestamannamótinu.

Umsjón hefur Kristín Lárusdóttir og eru áhugasamir beðnir að hafa samband við hana í síma 4874725, gsm 8980825 eða netfangið fljotar@simnet.is í síðasta lagi um hádegi á miðvikudag.

Mikilvægt er að panta sér tíma því hún þarf að raða eftir aldri og úthluta tímum.

 

Stjórn og mótanefnd Kóps.

17.07.2012 12:28

Hestaþing Kóps 2012

 

Hestaþing Kóps 2012.

Hestaþing Kóps árið 2012 verður haldið að Sólvöllum í Landbroti, laugardaginn 28.júlí n.k. og hefst kl. 10:00 á forkeppni. Aðgangseyrir er kr.1500, frítt fyrir 12 ára og yngri, og mótsskrá kr.500.

Sjoppa verður á staðnum. Ath. enginn posi.

 

Keppt verður í : pollaflokk (9ára og yngri),barnaflokk, unglingaflokk,ungmennaflokk, A og B flokki gæðinga, tölti, 100 og 150m. skeiði, 300m.stökki, 300m. brokki  og ,,smala“ (þrautabraut).

 

Skráningar þurfa að berast á netfangið  fljotar@simnet.is fyrir kl. 22:00 fimmtudagskvöldið 26.júlí. Fram þarf að koma IS númer hests og kennitala knapa.

Skráningargjöld greiðast fyrir þátttöku í A og B fl., ungmennafl. og tölti og greiðist við skráningu á reikn. 317-26-3478 kt: 440479-0579.

Kvittun sendist á netfangið sigfrag@gmail.com, þar sem fram kemur fyrir hvaða hest  er greitt. 

Gjaldið er 2500 kr. á fyrsta hest hjá knapa, 2000 kr. á annan, 1500 kr.á þriðja og svo fr.v. Aðgangseyrir er  innifalinn fyrir knapa.

 

Skráningargjöld í kappreiðar(allar greinar) eru 500 kr. á hest og greiðist á sama hátt.

 

Dagskrá  mótsins:

 

Forkeppni:

Pollaflokkur

Barnaflokkur

B-flokkur

Unglingaflokkur

Ungmennaflokkur

A-flokkur

Tölt

Mótssetning.

Kappreiðar

300m.stökk

300m. brokk

150.m skeið

Seinni sprettir

Smali

Úrslit

Sama röð og í forkeppni.

100m. skeið með fljótandi starti.

Mótsslit.

 

 

Með kveðju og von um góða þáttöku

Stjórn og mótanefnd  Kóps.

 

11.07.2012 16:27

Skráning á Íslandsmót fullorðinna á Vindheimamelum

 

Skráning á Íslandsmót fullorðinna á Vindheimamelum

Skráning hefst þriðjudaginn 10. júlí og  líkur kl: 16:00 fimmtudaginn 12. júlí.

Hægt er að senda skráninguna á tölvupósti á sah@bondi.is.  Þá verður tekið á móti skráningum í gegnum síma 455-7100 milli 13:00 – 16:00 þessa þrjá daga.

Umsjón með skráningu hefur Steinunn Anna Halldórsdóttir.

 

Skráningargjöld

Skráningargjald er 5.000 kr fyrir hverja keppnisgrein (hverja skráningu).   

Reikningsnúmer:   1125 – 26 – 1630 kt: 520705-1630

 

Senda þarf kvittun í tölvupósti á sah@bondi.is

Skýring: Nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir

Greiðslur þurfa að hafa borist fyrir kl: 16:00 fimmtudaginn 12. júlí.

 

Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

 

Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:

·         Nafn hests og IS númer

·         Hestamannafélag sem keppt er fyrir

·         Keppnisgreinar

·         Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur.

 

Frekari upplýsingar um Íslandsmót má nálgast á www.horse.is/im2012

02.07.2012 13:18

Hestaferð Kóps

 

Helgina 10. - 12. ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð, að þessu sinni verður farið í Álftaverið.

Riðið verður að Herjólfsstöðum á föstudeginum svo verður farinn útreiðartúr á laugardeginum undir styrkri stjórn Herjólfsstaðamæðgna og grillað saman um kvöldið og síðan halda allir til síns heima á sunnudeginum. Gist verður í Herjólfsstaðaskóla.

Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa skemmtilegu ferð eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 7. ágúst svo hægt verði að áætla hvað þurfi mikið magn á grillið.

Skráning fer fram hjá Kára í síma 868-0542 eða á antonkarih@gmail.com eða hjá Sissa í síma 8689126 eða á sigfrag@gmail.com . Þátttökugjald er 3000 kr og er innifalið í því gisting í Herjólfsstaðaskóla og matur á laugardagskvöldið.

Þeir sem ætla með rekstrinum frá Klaustri eru beðnir um að vera í sambandi við Kára eða Sissa um það hvenær verður lagt af stað, eins þeir sem vilja koma í hópinn á leiðinni.

 

Ferðanefnd Kóps

02.07.2012 13:13

Hestaferð Kóps

 

Helgina 10. - 12. ágúst ætlar Hestamannafélagið Kópur að fara í sína árlegu hestaferð, að þessu sinni verður farið í Álftaverið.

Riðið verður að Herjólfsstöðum á föstudeginum svo verður farinn útreiðartúr á laugardeginum undir styrkri stjórn Herjólfsstaðamæðgna og grillað saman um kvöldið og síðan halda allir til síns heima á sunnudeginum. Gist verður í Herjólfsstaðaskóla.

Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa skemmtilegu ferð eru beðnir um að skrá sig í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 7. ágúst svo hægt verði að áætla hvað þurfi mikið magn á grillið.

Skráning fer fram hjá Kára í síma 868-0542 eða á antonkarih@gmail.com eða hjá Sissa í síma 8689126 eða á sigfrag@gmail.com . Þátttökugjald er 3.000 kr og er innifalið í því gisting í Herjólfsstaðaskóla og matur á laugardagskvöldið.

Þeir sem ætla með rekstrinum frá Klaustri eru beðnir um að vera í sambandi við Kára eða Sissa um það hvenær verður lagt af stað, eins þeir sem vilja koma í hópinn á leiðinni.

 

Ferðanefnd Kóps

25.06.2012 07:06

 

Reiðskólanum var slitið á Sólvöllum, fimmtudaginn 21.júní s.l. í svokölluðu hefðbundnu reiðskólaveðri, ausandi rigningu. Ellefu krakkar voru í reiðskólanum. Létu þau veðrið ekki hafa áhrif á sig þennan dag og sýndu áhorfendum sem þau höfðu boðið, hvað í þeim býr. Til stóð að grilla pylsur á staðnum í lokin og fara í leiki, en það var alveg útilokað vegna veðurs. En við eigum góðan að sem er hann Jens bóndi í Hátúnum. Hann leyfði okkur að nota fjárhúsið í Hátúnum fyrir grillpartýið svo þangað var haldið að lokinni sýningu, allir nemendur ríðandi og hinir keyrandi. Við þökkum honum hér með kærlega fyrir hjálpina. Krökkunum var veitt falleg gullmedalía í lokin í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna. 

Þakka ég hér með öllum fyrir samveruna  þessa daga, þátttakendum, reiðkennara, foreldrum og  aðstoðarfólki.

F.h. Hmf. Kóps

Kristín Ásgeirsdóttir. 

23.06.2012 21:28

3 knapar komust á Landsmót

Um síðust helgi voru Kópsmenn og konur í úrtöku fyrir landsmót. Úrtakan var haldin í Pétursey um leið og Sindri hélt sitt félagsmót og úrtöku.

 

3 knapar fengu rétt til að keppa á Landsmóti:

 

Svanhildur Guðbrandsdóttir í barnaflokki á Stormi frá Egilsstaðakoti ,

Kristín Lárusdóttir í B-flokki á Þokka frá Efstu Grund og

Guðmundur Jónsson í A-flokki  á Vestra frá Hraunbæ.

 

Kópsmenn fengu einnig að taka þátt í úrslitum.

Svanhildur vann barnaflokkinn með glæsibrag og í töltinu fékk Kristín plúsa í bæði forkeppni og úrslitum fyrir prúðmannlega reiðmennsku. Enginn annar keppandi fékk plús.

 

Heildarúrslit mótsins má sjá á Heimasíðu Sindra.

 

19.06.2012 23:44

Peysurnar eru komnar!

Loksins eru Kópspeysurnar komnar í hús!

Þær verða til afhendingar gegn staðgreiðslu í anddyri Kirkjubæjarskóla á morgun 20. júní frá kl. 20 til 22.

Verð á fullorðins peysu er 13.000 kr. og barna 5.000 kr.

 

Kveðja,

Stjórnin

15.06.2012 07:35

Þolreið á Landsmóti

Laugardaginn 30. júní verður haldin þolreið frá félagssvæði Harðar að landsmótssvæðinu og endað á stóra hringvellinum á félagssvæði Fáks. Það geta allir tekið þátt á vel þjálfuðum reiðhestum en þolreið í þessari mynd er haldin árlega á íslenskum hestum um alla Evrópu.

Vegleg verðlaun eru í boði en fyrir fyrsta sæti eru veittir flugmiðar til Evrópu með Iceland Express. Einnig veitir Hestaleigan Laxnes veglega bikara fyrir fyrsta til þriðja sæti.

Þetta verður einstaklingskeppni en ekki liðakeppni og hvetjum við þá sem áhuga hafa á þátttöku að skrá sig á netfangið irmasara@simnet.is. Þar þarf að koma fram nafn á knapa og kennitala, nafn á hesti og IS-númer.

Þátttökugjald er einungis 2000 krónur og skulu lagðar inn á reikning Landsmóts ehf. 515-26-5055, kt. 501100-2690. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 22. júní

07.06.2012 08:28

Reiðskóli Kóps 2012

 

Reiðskóli Hmf.Kóps
 
verður fyrir 6 ára og eldri, á Syðri-Fljótum dagana 10.-13. júní (sunnud.-miðvikud.) og 19.-21. júní (þriðjud.-fimmtud.)
 
ATH. Þetta er eitt námskeið en skipt í tvo hluta.
 
Þátttökugjald er kr.12000.- og kr.8000.- fyrir Kópsfélaga (16 ára og yngri).
 
Fyrirkomulag að þessu sinni er þannig að þátttakendur þurfa að mæta með hest
og reiðtygi. Félagið aðstoðar við að koma hrossunum á staðinn.
 
Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 21:00 laugardagskv. 9.júní til
Kristínar Ásgeirsd. í síma 8693486.
Hún veitir einnig nánari upplýsingar og tekur við beiðni um hrossaflutninga.
 
Með kveðju
 
Æskulýðsnefnd og stjórn Kóps.

05.06.2012 18:50

Er áhugi á að fá graðhest í sveitina í sumar?

Ég ætla að athuga hvort það sé einhver áhugi að fá graðhest hingað í sveitina í sumar. Það er nefnilega möguleiki á að fá einn af þessum lánaðan í sumar ef áhugi er fyrir því.

Þyrnir frá Þóroddsstöðum; M: Hlökk frá Þóroddsstöðum. F: Galdur frá Laugarvatni

Goði frá Þóroddstöðum, M: Hlökk frá Þóroddsstöðum. F: Gári frá Auðholtshjáleigu

Fáfnir frá Þóroddsstöðum(4.vetra), M: Klukka frá Þóroddsstöðum(1.v). F: Aron frá Strandarhöfða

 

Heiðrún

Gsm: 847-8541

heidrunhuld3@gmail.com

19.05.2012 11:08

Vinna á Landsmóti 2012

 

Vinna á Landsmóti 2012.

Landsmótsstjórnendur óska eftir fólki frá hestamannafélögunum í vinnu á vöktum á L.M. Fyrir hverja unna klst. greiðast 1500 kr. og  greiðist til Hmf. Kóps í formi styrks.

Einnig er óskað eftir unglingum í félagsbúningum til að draga þjóðfána að húni við setningu mótsins og jafnframt aðstoðarfólki í þjóðbúningum við verðlaunaafhendingar. Þetta tengist ekki vöktum.

 

Ef einhverjir sjá sér fært að vinna eða taka þátt í hinu verkefninu, þá endilega hafið samband við mig í síma 8693486.

 

Kv. Kristín Ásgeirsdóttir

08.05.2012 07:19

Úrtaka fyrir L.M. 2012

 

Úrtaka hjá Hestamannafélaginu Kóp fyrir L.M. 2012

 

Fer fram á Sindravelli við Pétursey dagana 15-16. Júní n.k.

Kópur á rétt á að senda einn keppanda í hvern flokk á landsmóti og miðast það við félagafjölda.

Þátttökurétt á L.M. fyrir Kóp, öðlast það hross sem hlýtur hæstu einkunn í forkeppni.

Skráningar berist til Kristínar Ásgeirsd. í síma 8693486 eða netfang sigmarhelga@simnet.is fyrir 8.júní.

 

Stjórnin.

20.04.2012 10:00

Myndir

 

Það eru komin nokkur ný albúm á myndasíðuna, t.d. mjög skemmtilegar myndir frá 1987.

 

Endilega haldið áfram að senda inn myndir til að birta hér á síðunni á netfangið: thorunn8@gmail.com

 

Kveðja,

Þórunn 

19.04.2012 11:50

Úrslit í Firmakeppni Kóps

 

Barnaflokkur
1. sæti Svanhildur Guðbrandsdóttir á Stormi frá Egilsstaðakoti
Keppir fyrir Hjúkrunarheimilið Klaustri

2. sæti Svava Margrét Sigmarsdóttir á Fagrablakk
Keppir fyrir Hörgsland 2


Unglingaflokkur
1. sæti Elín Árnadóttir á Foss frá Vík
Keppir fyrir Ferðaþjónustan Hunkubökkum

2. sæti Þorsteinn Björn Einarsson á Keng frá Múlakoti
Keppir fyrir Skaftárhreppur

3. sæti Harpa Rún Jóhannsdóttir á Röskvu
Keppir fyrir Búval

4. sæti Katla Björg Ómarsdóttir á Eldingu frá Efri-Ey 2
Keppir fyrir Hótel Klaustur


Unghrossaflokkur
1. sæti Kristín Lárusdóttir á Húfu frá Laugardælum
Keppir fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands

2. sæti Hlynur Guðmundsson á Væntingu frá Eyjarhólum
Keppir fyrir Þykkvibær 1

3. sæti Guðbrandur Magnússon á Glóð frá Litla-Hofi
Keppir fyrir Gröfuþjónusta Birgis Jónssonar


Opinn flokkur
1. sæti Kristín Lárusdóttir á Elku frá Króki
Keppir fyrir Prestsbakka

2. sæti Hlynur Guðmundsson á Festi frá Efstu-Grund
Keppir fyrir Kirkjubæjarstofu

3. sæti Guðbrandur Magnússon á Þöll frá Vík 
Keppir fyrir Fósturtalningar Ellu og Heiðu

4. sæti Harpa Ósk Jóhannesdóttir á Væntingu frá Eyjarhólum
Keppir fyrir Þykkvabæ 3

5. sæti Atli Már Guðjónsson á Draumi frá Ytri-Skógum
Keppir fyrir Systrakaffi

Önnur fyrirtæki og einstaklingar sem styrktu Firmakeppnina voru:


Tamningarstöðin Syðri-Fljótum
Bílaverkstæði Gunnars Vald
Heilsuleikskólinn Kæribær
Hótel Geirland
Mýrar
Herjólfsstaðir
Jórvík 1
Hótel Laki
Hjúkrunarheimilið Klaustri
Kjarval
Arion banki
Tjaldstæðið Kirkjubæ 2
Fagurhlíð
Kirkjubæjarklaustur 2
Efri-Ey 2
Nonna- og Brynjuhús

Tenglar

Flettingar í dag: 258
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 152
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 368842
Samtals gestir: 66344
Tölur uppfærðar: 3.8.2020 23:54:07