26.07.2019 23:11

ATH!!

 

Ath. tekin hefur verið sú ákvörðun að fresta Hestaþingi Kóps sem byrja átti kl. 10:00 í fyrramálið til kl. 13:00 vegna veðurs. Endilega látið það berast!

Hmf. Kópur

26.07.2019 17:21

Hestaþing Kóps, ráslistar

 

Nr. Holl Hönd Knapi Félag knapa Hestur Litur Aldur Félag eiganda Eigandi Faðir Móðir    
A flokkur                          
1 1 V Sigurlaugur G. Gíslason Sprettur Aska frá Geirlandi Jarpur/milli-einlitt 9 Kópur Gísli K Kjartansson Bruni frá Skjólbrekku Kolskör frá Hala  
2 2 V Kristín Lárusdóttir Kópur Elva frá Syðri-Fljótum Rauður/milli-blesótt 6 Kópur Guðbrandur Magnússon, Kristín Lárusdóttir Penni frá Eystra-Fróðholti Elka frá Króki  
3 3 V Sigurlaugur G. Gíslason Sprettur Forsetning frá Miðdal Jarpur/milli-stjörnótt 9 Kópur Kleifarnef ehf Forseti frá Vorsabæ II Taug frá Miðdal  
                           
B flokkur                          
1 1 V Kristín Lárusdóttir Kópur Salka frá Mörk Brúnn/dökk/sv.einlitt 6 Kópur Berglind Fanndal Káradóttir Hrímnir frá Ósi Melkorka frá Mörk  
2 2 V Svanhildur Guðbrandsdóttir Kópur Aðgát frá Víðivöllum fremri Brúnn/milli-einlitt 11 Kópur Guðbrandur Magnússon, Kristín Lárusdóttir Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Varða frá Víðivöllum fremri
3 3 V Katrín Líf Sigurðardóttir Hornfirðingur Perla frá Litla-Hofi Jarpur/milli-skjótt 8 Kópur Gunnar Sigurjónsson Klængur frá Skálakoti Ósk frá Bitru  
4 4 V Lilja Hrund Harðardóttir Kópur Blettur frá Húsavík Brúnn/milli-skjótt 13 Kópur Lilja Hrund Harðardóttir Klettur frá Hvammi Blúnda frá Keldunesi 2
5 5 V Guðbrandur Magnússon Kópur Straumur frá Valþjófsstað 2 Brúnn/milli-einlitt 11 Kópur Guðbrandur Magnússon, Kristín Lárusdóttir Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Orka frá Valþjófsstað 2
6 6 H Auður Guðbjörnsdóttir Kópur Pendúll frá Sperðli Rauður/milli-tvístjörnótt 19 Kópur Auður Guðbjörnsdóttir Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Benný frá Austvaðsholti 1
7 7 V Mathilde Larsen Hornfirðingur Tromma frá Bjarnanesi Brúnn/milli-einlitt 9 Hornfirðingur Olgeir Karl Ólafsson Klerkur frá Bjarnanesi Skytta frá Kyljuholti  
8 8 V Kristín Lárusdóttir Kópur Blesi frá Þykkvabæ I Rauður/ljós-blesótt 6 Kópur Arnar Bjarnason, Þórarinn Bjarnason Konsert frá Korpu Lyfting frá Þykkvabæ I
                           
B flokkur ungmenna                        
1 1 V Mathilde Larsen Hornfirðingur Eldur frá Bjarnanesi Rauður/milli-stjörnótt 12 Hornfirðingur Olgeir Karl Ólafsson Klerkur frá Bjarnanesi Skytta frá Kyljuholti  
2 2 V Svanhildur Guðbrandsdóttir Kópur Pittur frá Víðivöllum fremri Rauður/milli-nösótt 9 Kópur Svanhildur Guðbrandsdóttir Hágangur frá Narfastöðum Varða frá Víðivöllum fremri
3 3 H Mathilde Larsen Hornfirðingur Lukka frá Bjarnanesi Jarpur/rauð-einlitt 12 Hornfirðingur Olgeir Karl Ólafsson Seifur frá Prestsbakka Snælda frá Bjarnanesi
                           
Unglingaflokkur                          
1 1 H Svava Margrét Sigmarsdóttir Kópur Hilmir frá Hraunbæ Brúnn/milli-einlitt 21 Kópur Bjarni Þorbergsson, Gunnar Pétur Sigmarsson Þytur frá Hóli II Nótt frá Hraunbæ  
                           
Tölt T3 Opinn flokkur                      
1 1 V Sigurlaugur G. Gíslason Sprettur Gjóska frá Geirlandi Rauður/dökk/dr.einlitt 8 Kópur Gísli K Kjartansson Hófur frá Varmalæk Þrá frá Fellskoti  
2 1 V Kristín Lárusdóttir Kópur Salka frá Mörk Brúnn/dökk/sv.einlitt 6 Kópur Berglind Fanndal Káradóttir Hrímnir frá Ósi Melkorka frá Mörk  
3 2 V Mathilde Larsen Hornfirðingur Vinur frá Bjarnanesi Jarpur/milli-einlitt 10 Hornfirðingur Þórir Kristinn Olgeirsson Klerkur frá Bjarnanesi Fluga frá Bjarnanesi  
4 2 V Auður Guðbjörnsdóttir Kópur Pendúll frá Sperðli Rauður/milli-tvístjörnótt 19 Kópur Auður Guðbjörnsdóttir Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Benný frá Austvaðsholti 1
5 3 H Svanhildur Guðbrandsdóttir Kópur Aðgát frá Víðivöllum fremri Brúnn/milli-einlitt 11 Kópur Guðbrandur Magnússon, Kristín Lárusdóttir Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Varða frá Víðivöllum fremri
6 3 H Guðbrandur Magnússon Kópur Straumur frá Valþjófsstað 2 Brúnn/milli-einlitt 11 Kópur Guðbrandur Magnússon, Kristín Lárusdóttir Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Orka frá Valþjófsstað 2
7 4 V Birta Ólafsdóttir Máni Skarði frá Flagveltu Rauður/sót-blesótt 9 Máni Bragi Valur Pétursson Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 Hera frá Bjalla  
8 4 V Sigurlaugur G. Gíslason Sprettur Forsetning frá Miðdal Jarpur/milli-stjörnótt 9 Kópur Kleifarnef ehf Forseti frá Vorsabæ II Taug frá Miðdal  
                           
Tölt T7 Opinn flokkur                      
1 1 V Lilja Hrund Harðardóttir Kópur Blettur frá Húsavík Brúnn/milli-skjótt 13 Kópur Lilja Hrund Harðardóttir Klettur frá Hvammi Blúnda frá Keldunesi 2
2 1 V Svava Margrét Sigmarsdóttir Kópur Flugar frá Hraunbæ Móálóttur,mósóttur/milli-stjörnótt 16 Kópur Bjarni Þorbergsson Óðinn frá Herjólfsstöðum Sigurvon frá Hraunbæ
3 2 V Arnfríður Sædís Jóhannesdóttir Kópur Hvellhetta frá Herjólfsstöðum Rauður/milli-skjótt 7 Kópur Arnfríður Sædís Jóhannesdóttir Bliki annar frá Strönd Raketta frá Herjólfsstöðum
                           

26.07.2019 17:15

Ráslisti á kappreiðar og í pollaflokk

 

 

100 metra flugskeið

 

Vallarnr. Knapi Hestur Litur Aldur Aðildarfélag Eigandi Faðir Móðir
                 
Sigurlaugur G. Gíslason Aska frá Geirlandi Jarpur 9 Sprettur Gísli K. Kjartansson Bruni frá Skjólbrekku Kolskör frá Hala

 

 

Pollaflokkur

 

Vallarnr. Knapi Hestur Litur Aldur Aðildarfélag Eigandi Faðir Móðir
Vilhelm Logi Arnórsson Snjöll frá Herjólfsstöðum Grár 13 Kópur Stefán Jónsson Höfði frá Flekkudal Freyja frá Herjólfsstöðum
Gunnar Ingi Sigurðsson Perla frá Borgarhöfn 3, Króki Brúnn 23 Kópur Rúnar Þ. Guðnason Blængur frá Sveinatungu Brúnka frá Þorlákshöfn
Jóhannes Birgir Örvarsson Galsi frá Herjólfsstöðum Moldóttur 21 Kópur Steina Guðrún Harðardóttir Dagur frá Herjólfsstöðum Drottning frá Nykhóli
                 

25.07.2019 08:46

Hestaþing Kóps verður haldið á Sólvöllum í Landbroti laugardaginn 27.júlí nk. og hefst kl 13:00.

 

Dagskrá verður eftirfarandi:

- Unglingaflokkur

- Forkeppni í B-flokki gæðinga (opinn öllum)

- Ungmennaflokkur

- Forkeppni í A-flokki gæðinga (opinn öllum)

- Forkeppni í Tölti-T7 - opinn flokkur

- Forkeppni í Tölti-T3 - opinn flokkur

 

Matarhlé

 

Setning mótsins

Pollaflokkur

 

Úrslit:

- Úrslit í unglingaflokki

- Úrslit í B-flokki gæðinga

- Úrslit í ungmennaflokki

- Úrslit í A-flokki gæðinga

- Úrslit í Tölti-T7

- Úrslit í Tölti-T3

 

Kappreiðar:

- 150 m. skeið

- 300 m. brokk

- 300 m. stökk

- 100 m. skeið

 

Stjórn og mótanefnd

23.07.2019 22:33

Pollaflokkur

Við viljum hvetja krakkana sem voru með okkur í vetur í æskulýðsstarfinu, ásamt öllum öðrum krökkum sem hafa áhuga, til þess að skrá sig í pollaflokkinn á hestaþingi Kóps þann 27.júlí nk.

Við ætlum því að bjóða öllum krökkum að taka þátt (ásamt þeim sem eru eldri en 10 ára).

Það má teyma undir þeim sem taka þátt í þessum flokki.

Allir fá þátttökuverðlaun.

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt geta látið vita á netfangið hmf.kopur@gmail.com fyrir fimmtudagskvöldið 25.júlí nk.

 

Mótanefnd Kóps

10.07.2019 08:50

Hestaþing og firmakeppni Kóps

Hestaþing og firmakeppni Kóps 2019 

 

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps verður haldin á Sólvöllum í Landbroti föstudagskvöldið 26.júlí nk. kl. 19:00. Keppt verður í opnum flokki (minna og meira vanir) og unghrossaflokki.

Skráningar berist á netfangið hmf.kopur@gmail.com . Gott væri ef skráningar kæmu ekki seinna en á  þriðjudagskvöldið 23.júlí nk til að auðvelda alla vinnu. En líka verður hægt að skrá á staðnum.

Að firmakeppni lokinni ætlar Lilja Hrund Harðardóttir að vera með heimboð þar sem boðið verður upp á grill og með því.

 

 Hestaþing Hestamannafélagsins Kóps verður haldið 27.júlí nk. á Sólvöllum í Landbroti.

Mótið er opið í gæðingaflokkum, tölti og kappreiðum.

Keppt verður í eftirfarandi ef næg þátttaka næst:  

Polla-, barna-, unglinga- og ungmennaflokki og A- og B-flokki gæðinga.

Tölti T3 og T7.

 Vekjum athygli á T7 sem er nýleg keppnisgrein í tölti. Tveir - þrìr keppendur inn á og ridid undir stjórn þular. Sýnt er hægt tölt og tölt med frjálsum hrada.

100 m. flugskeiði, 150 m. skeiði, 300 m. brokki og 300 m. stökki.

Skráningargjöld í ungmennaflokk, A-flokk, B-flokk og tölt er kr. 3000.-

Engin skráningargjöld eru í kappreiðar, polla-, barna- og unglingaflokk.

Skráningargjöld greiðist inn á reikn: 0317-26-3478 kt: 440479-0579.

Kvittun sendist á netfangið hmf.kopur@gmail.com

Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Skráning er á heimasíðu Kóps (skráningarvefur hægra megin á síðunni) og henni lýkur kl. 23:59 þriðjudagskvöldið 23.júlí nk.

Skráningar í kappreiðar berist á netfangið hmf.kopur@gmail.com.

Ef vandamál koma upp við skráningu er hægt að hafa samband við Pálínu Pálsdóttur í síma 867-4919.

Óski einhver eftir að skrá í kappreiðar á staðnum þarf að hafa á reiðum höndum IS númer hestsins og kennitölu knapa.

Dagskrá og ráslistar verða birt  á heimasíðunni eftir að skráningu lýkur. http://hmfkopur.123.is/

Lög og reglur LH er hægt að finna á https://www.lhhestar.is/static/files/Log_LH/lh-log-og-reglur-2019.pdf

Þar eru allar reglur  í sambandi við gæðinga og íþróttakeppni. Td. hver er munur á T3 og T7, löglegan beislabúnað og margt fleira 

Hvetjum alla til að sækja LH Kappi appið. Þar er hægt að fylgjast með flestu sem viðkemur mótinu. Dagskrá, rásröð og niðurstöður

 

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Fjáröflunar- og mótanefnd Kóps 2019.

08.07.2019 08:51

Vinnukvöld

Vinnukvöld á Sólvöllum

Fimmtudagskvöldið 25.júlí nk. er ætlunin að undirbúa og fegra svæðið fyrir mót og væri því gott að fá vinnufúsa félagsmenn á staðinn kl. 20:00 og síðar ef það hentaði einhverjum betur. Gott að taka með sér þetta hefðbundna, sleggju, hrífu, skóflu og sláttuorf, þeir sem eiga slíka græju.

Hressing í boði félagsins að loknu verki.

Stjórn og mótanefnd Kóps.

18.06.2019 11:50

Hestaferð Kóps 2019

 

Hestaferð Kóps verður farin þriðju helgina í ágúst, dagana 16.-18. ágúst.

Stefnan er tekin á Meðallandið, gist verður í félagsheimilinu í Efri-Ey.

Takið dagana frá, nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

 

Ferðanefnd

08.06.2019 16:29

Reiðskóli Kóps

 

Reiðskóli Hestamannafélagsins Kóps verður haldinn dagana 11-13. og 24 – 26. júní á Syðri-Fljótum.

Reiðkennarar verða Kristín Lárusdóttir og Svanhildur Guðbrandsdóttir. Reiðnámskeiðið er fyrir alla frá 6 ára aldri hvort sem þeir eru vanir eða óvanir.

Þátttökugjald fyrir krakka er kr. 8.000 og fyrir fullorðna kr. 16.000.

Þátttakendur þurfa að koma með taminn hest og reiðtygi.

Skráning er hjá Svanhildi í síma 8214725 eða á netfangið svanhildur00@gmail.com en skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 9.júní nk.

 

Nánari upplýsingar og tímasetningar verða auglýstar síðar. Hlökkum til að sjá sem flesta (og vonumst til að sjá alla sem voru með í hestaklúbbnum í vetur!)

Fræðslunefnd Kóps

04.06.2019 11:54

Næsti kvöldreiðtúr

 

Fyrsti kvöldreiðtúr sumarsins var farinn í gærkvöldi, farið var frá Fljótum og að Hnausum í ljómandi fínu veðri.

 

Þetta var frábær reiðtúr í skemmtilegum félagsskap. Eftir reiðtúrinn bauð svo Fljótafjölskyldan uppá kaffi og meðlæti, við þökkum þeim kærlega fyrir það.

 

Sú ákvörðun var tekin að hafa stutt í næsta reiðtúr, hafa einn reiðtúr enn áður en kemur að slætti og sleppingum.

Næsta mánudagskvöld verður því reiðtúr í Álftaverinu, lagt verður af stað frá Herjólfsstöðum klukkan 20 og tekinn reiðtúr um nágrennið.

Hvetjum fólk til að járna og mæta, það verður svo kaffi á Herjólfsstöðum eftir reiðtúrinn.

 

 

27.05.2019 20:21

Fyrsti kvöldreiðtúr sumarsins

 

Mánudagskvöldið 3. júní næstkomandi stendur til að fara fyrsta kvöldreiðtúr sumarsins.

Þetta verður með svipuðu sniði og var fyrir nokkrum árum, þar sem farið var í klukkustundar reiðtúra nokkrum sinnum yfir sumarið, um sveitina.

Eins og þá er reiknað með nokkrum reiðtúrum. Þetta er tilvalin upphitun fyrir félagsferðina í sumar sem að við vonumst til að sem flestir ætli að mæta í.

Rætt verður um reiðtúra sumarsins í þessum fyrsta reiðtúr og frekar upplýsingar um þá munu svo birtast hér á síðunni. Hvetjum við fólk að koma með hugmyndir að stöðum sem henta til útreiða og fólki langar til að koma á. Við erum opnar fyrir flestu.

Áætlað er að leggja af stað frá Fljótum klukkan 20:00. Hvetjum sem flesta til að járna og koma með okkur í ferðir um sveitina í sumar. Einnig hvetjum við áhugasama sem langar að koma með okkur en hafa ekki tök á að fara á hesti að koma með okkur á bíl og eiga með okkur skemmtilegar stundir.

Með von um að sem flestir mæti.

Svanhildur og Adda

24.05.2019 07:17

Fjórðungsmót

 

Fjórðungsmót á Austurlandi  11. - 14. júlí 2019 - FM2019

 

Hestamannafélagið Hornfirðingur hefur boðið hestamannafélaginu Kóp að taka þátt á Fjórðungsmóti Austurlands að Fornustekkum í Hornafirði.

 Keppt verður í eftirtöldum keppnisgreinum á FM2019:

 • Gæðingakeppni A-flokkur, (3 flokkar) FM-úrtaka, Áhugamanna- og ungmennaflokkur

• Gæðingakeppni B-flokkur, (2 flokkar) FM-úrtaka og Áhugamannflokkur

 • Barna-, Unglinga- og Ungmennaflokkur, FM-úrtaka/Opið

• Tölti (T1), Opinn flokkur

• Tölt (T3) Áhugamenn 21 árs og eldri, og 20 ára og yngri

 • Kappreiðar: 100m fljúgandi skeiði, 350m stökk og 500m brokk

Til að auka þátttöku í keppni  hefur verið ákveðið að hafa alla flokka opna nema í  A og B flokk.

Stjórn Kóps hefur ákveðið að til að keppa í A og B flokk fyrir Kóp þá þarf hestur í eigu Kópsfélaga að fara í úrtöku á viðurkenndu gæðingamóti og senda inn til formanns staðfestingu á einkunn.

Til að geta keppt á Fjórðungsmóti þá þarf lágmarkseinkunn í úrtöku að vera 8,0.

Kópur á rétt á að senda 4 í hvorn flokk.

 

Með bestu kveðju og von um góða þáttöku

Stjórn Kóps

 

 

09.03.2019 13:40

Aðalfundur Kóps

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps 2019

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps verður haldinn í Tunguseli 20.mars nk. kl. 19:00.

Venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.

 

Súpa og brauð í boði félagsins að loknum fundi.

 

Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á fundinn.

 

Nýjir félagar eru velkomnir!

Stjórnin

04.01.2019 21:05

Námskeið á döfinni

 

Hestamannafélagið Kópur auglýsir námskeið á döfinni veturinn 2019

Stefnt er að því að halda járningarnámskeið með Sigurði Torfa Sigurðssyni járningameistara á Syðri-Fljótum dagana 18.-20.janúar nk. ef næg þátttaka næst. Uppsetning námskeiðsins verður líklega bókleg kennsla e.t.v. á föstudagskvöldinu og svo sýnikennsla og verkleg kennsla dagana þar á eftir. Verð á námskeiðinu miðast við fjölda þátttakenda en verði skráðir 6 þátttakendur er verðið ca. 30.000 kr á mann, verði 12 þátttakendur er verðið ca. 20.000 kr á mann.

Einnig er stefnt að því að halda reiðnámskeið með Heklu Katharínu Kristinsdóttur reiðkennara frá Háskólanum á Hólum á Syðri-Fljótum dagana 8.-10.febrúar nk. ef næg þátttaka næst. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 manns og verð fyrir námskeiðið er ca. 17.250 kr á mann. Áætlað er að hver nemandi fái reiðkennslu samtals í 2,5 klst þessa daga. Þetta er mjög veglegt námskeið og ætti að geta verið mjög áhrifaríkt. Svo fá þátttakendur einnig mikið út úr því að fylgjast með öðrum á námskeiðinu og læra af því sem lagt er fyrir hvern og einn.

Nánari upplýsingar um námskeiðin verða auglýstar þegar nær dregur og þegar vitað verður um þátttöku. Þeir sem hafa áhuga á því að skrá sig eru beðnir um að hafa samband við Pálínu í síma 867-4919 eða í netfangið hmf.kopur@gmail.com sem fyrst, svo við vitum hvort þátttaka verði næg til þess að hægt sé að halda námskeiðin.

Stjórn Hmf. Kóps.

Tenglar

Flettingar í dag: 220
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 152
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 368804
Samtals gestir: 66344
Tölur uppfærðar: 3.8.2020 23:21:33