01.06.2017 22:30

Hestaþing Kóps

Hestaþing Kóps 2017 verður haldið 22. júlí.

Nánar auglýst síðar.

31.05.2017 12:31

Kæri hestamaður

Kæri hestamaður,

 

Félag skógareigenda á Suðurlandi kannar nú hagkvæmni þess að koma upp úrvinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum og meðal þess sem félagið skoðar að framleiða er undirburður undir húsdýr.

 

Mikilvægt er í því samhengi að hafa góðar upplýsingar um markaðinn, hvort eftirspurn sé til staðar, hvaða vörur markaðurinn vilji kaupa og hve stór hann sé. Meðfylgjandi er linkur inn á skoðanakönnun sem mun hjálpa okkur við að ná utan um þessar upplýsingar.

 

Við biðlum því til þín með að gefa þér örlítinn tíma til að fara inn á könnunina og svara þeim spurningum sem þar eru. Könnunin er algjörlega nafnlaus og órekjanleg, telur einungis 8 spurningar og er fljótsvarað.

 

Til að svara könnuninni smelliru á linkinn hér fyrir aftan:

https://surveyplanet.com/592d6ee62237ce4c31377525

 

Með fyrirfram þakklæti og kveðju,

Félag skógareigenda á Suðurlandi

17.05.2017 11:09

Hestaferð Kóps 2017

Hestaferð Kóps verður farin 18-20 ágúst og er stefnan tekin út í Skaftártungu. Ferðanefnd lofar góðu veðri, enn betri félagsskap og ógleymanlegri skemmtun. 

Nánari ferðatilhögun verður auglýst síðar.


 "Nefndin"

10.04.2017 12:20

Páskabingó Hestamannafélagsins Kóps

Páskabingó Hestamannafélagsins Kóps

verður haldið í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn fyrir páska,

þann 15. apríl nk. og hefst kl. 14:00.

Góðir vinningar,t.d. páskaegg!! og margt,margt fleira. Spjaldið kostar 750 kr.

Hluti ágóðans rennur til styrktar góðu málefni.

Ath. ekki posi á staðnum.

Allir velkomnir.

Fjáröflunarnefnd Hestamannafélagsins Kóps.

23.03.2017 09:10

Hestamannafélagið Kópur auglýsir

Hestamannafélagið Kópur auglýsir.

Fyrirlestur um líkamsbeitingu knapans með Heiðrúnu Halldórsdóttur pílates dressage instructur, verður haldin á Kirkjubæjarstofu  laugardagskvöldið 25.mars næstkomandi  kl 20:00.

Heiðrún er sérhæfður kennari í líkamsbeitingu knapans til að ná betri árangri í reiðmennsku og að hafa áhrif á betri líkamsbeitingu hestsins.

Allir hjartanlega velkomnir.

Hestamannfélagið Kópur.

09.03.2017 08:29

FEIF YOUTH CAMP 2017

FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 11. - 18. júlí 2017 í St-Truiden í Belgíu. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Þema FEIF Youth Camp í ár er "hestur og vagn".

Belgíska Íslandshestasambandið er það minnsta innan FEIF og það eru sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfinu þar sem skipuleggja viðburðinn. Það sem verður meðal annars á dagskrá:

  • Heimsókn á bú þar sem ræktaðir eru Brabant hestar
  • Sýnikennsla/kynning á vinnu með dráttarhesta
  • Sýnikennsla/kennsla á jafnvægi knapa og ásetu (centered riding)
  • Fræðsla um tannheilsu hesta
  • Vinna með hest í tvítaum
  • Sögufræg borg heimsótt
  • Skemmtigarður heimsóttur - Bobbejaanland
  • Ferð í hestvagni
  • Og margt fleira....!

Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 3. apríl 2017 og skulu umsóknirnar berast á netfangið hilda@lhhestar.is fyrir þann tíma.

Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir "Æskan". Þar er að finna bæði pdf og Excel skrá. Einnig hægt að nálgast umsóknina með því að smella hér

Kostnaður við búðirnar er ?680 (ca. 78.000 í dag), en inní því er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Belgíu. Flug út til Brussel, vasapeningur og annað er ekki innifalið.

Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið hilda@lhhestar.is.  

Frétt á heimasíðu Landssambands Hestamannafélaga: 
http://www.lhhestar.is/is/moya/news/feif-youth-camp-2017


02.03.2017 14:59

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps ath. ný dagsetning og fundarstaður.

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps

ath. ný dagsetning og fundarstaður.

 

verður haldinn á Kirkjubæjarstofu mánudaginn 6.mars n.k. kl. 20:30

Venjuleg aðalfundarstörf.

Lagabreytingar.

Önnur mál.

 

Kaffiveitingar í boði félagsins.

Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og nýir félagar velkomnir.

Stjórnin.

23.02.2017 21:11

Aðalfundi frestað!

Vegna slæmrar veðurspár og annarra óviðráðanlegra aðstæðna hefur verið tekin sú ákvörðun að fresta aðalfundi Hestamannafélagsins Kóps, sem halda átti föstudagskvöldið 24.febrúar, um óákveðinn tíma. Nánari dagsetning verður auglýst síðar á heimasíðu og á facebook-síðu Hestamannafélagsins Kóps.

Stjórn Hmf.Kóps

08.02.2017 13:21

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps


Aðalfundur Hestamannafélagsins Kóps verður haldinn föstudaginn 24.febrúar.
Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins.

1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar

Það verða kaffiveitingar í boði og nýjir félagar eru velkomnir.              
Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.

Stjórn Hmf.Kóps

23.12.2016 09:55

Jólakveðja


 

Sendum félagsmönnum okkar og fjölskyldum þeirra, svo og öllum velunnurum félagsins,

óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári 

með þökk fyrir stuðning og samstarf á árinu sem er að líða.

 

Bestu kveðjur.

Hmf. Kópur

21.11.2016 09:54

Úrslit folalda og trippasýningar sem haldin var 12.nóv. s.l.

Folöld:

Hryssur:

1.Gyðja brún, f. Prestsbakka

 F: Hrannar f. Flugumýri M: Gleði  f. Prestsbakka. Eig: Ólafur Oddson og Jón Jónsson.

2. Hlökk rauðstj/glófext, f. Jórvík 1

F: Sómi f. Reykjavík M: Þoka f. Kanastöðum. Eig: Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir.

3. Fjóla ljósrauð, f. Geirlandi

F: Ómur f. Kvistum M: Eldglóð f. Álfhólum. Eig: Gísli Kjartansson/ Geirland ehf.

 

Hestar:

1.Eðall bleikálóttur, f. Syðri-Fljótum

F: Þytur f. Neðra-Seli  M: Elka f. Króki. Eig: Kristín Lárusd. Og Guðbrandur Magnússon.

2. Ránar jarpur f. Jórvík 1

F: Sómi f. Reykjavík M: Rán f. Reykjavík Eig: Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir.

3. NN.  Rauðstjörnóttur f. Jórvík 1

 F: Vákur f. Vatnsenda M: Drótt f. Reykjavík. Eig: Leó Geir Arnarson.

 

Trippi:

Hryssur:

1.Stjörnuglóð rauðstjörnótt, f. Geirlandi

F: Konsert f. Korpu M: Eldglóð f. Álfhólum Eig: Sigurlaugur G. Gíslason.

2.Embla brún, f. Syðri-Fljótum

F: Konsert f. Korpu, M: Elka f. Króki  Eig: Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon.

3.Ugla jörp, f. Geirlandi

F: Aðall f. Nýjabæ M: Snerra f. Hala Eig: Gísli Kjartansson.

 

Hestar:

1.Straumur brúnn, f. Laugardælum

F: Sær f. Bakkakoti M: Stroka f. Laugardælum. Eig: Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon.

 

Dómarar voru Gísli Guðjónsson og  Kristinn Guðnason. Við færum þeim bestu þakkir fyrir þeirra störf.

 

Áhorfendur fengu að velja með kosningu, eigulegust gripina að þeirra mati , og voru það Eðall f. Syðri-Fljótum og Straumur f. Laugardælum.

 

Að lokum,bestu þakkir til allra þátttakenda og annara gesta sem komu á sýninguna og gerðu daginn að skemmtilegum viðburði hjá félaginu. Gaman væri að fá fleiri til þátttöku í trippaflokknum. Þar komu aðeins þessi fjögur trippi.

 

Sjáumst að ári.

Stjórn Kóps

31.10.2016 08:23

Árleg folalda og trippasýning


verður haldin á Syðri - Fljótum laugardaginn 12. nóv. n.k og hefst kl. 13:00.

 

Keppt verður í folaldaflokki (hestar og hryssur)

og trippaflokki f. 2015 og 2014 (hestar og hryssur).

Skráninargjald kr. 1500 á hvern grip.

Veitt verða sérstök verðlaun fyrir eigulegasta gripinn að mati áhorfenda, í báðum flokkum.

 

Skráningar þurfa að berast í síma 8693486 eða á netfangið sigmarhelga@simnet.is

í síðasta lagi fyrir kl. 21:00 á föstudagskvöldið 11. nóvember.

 

Súpa og kaffi verða á boðstólum í lokin, gegn vægu gjaldi sem rennur í sjóð félagsins.

 

Allir velkomnir.

Stjórnin.

31.10.2016 08:21

Félagsfundur - ATH breytt staðsetning

Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 2. nóv. n.k. kl.20:30 í Kirkjubæjarskóla

Dagskrá fundarins:

Kynning á drögum að deiliskipulagi fyrir mótssvæðið á Stjórnarsandi.

Nánari útfærsla samkvæmt áliti félagsmanna og ákvörðun félagsfundar í des. 2015.

Önnur mál.

 

Skorum á félagsmenn að mæta og kynna sér skipulagið og tjá sína skoðun á því.

Stjórnin.

Tenglar

Flettingar í dag: 220
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 152
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 368804
Samtals gestir: 66344
Tölur uppfærðar: 3.8.2020 23:21:33