11.08.2016 13:24

Framlengdur skráningarfrestur!

Framlengdur skráningarfrestur.

Skráningarfrestur á Hestaþing Kóps 14.ágúst n.k. framlengist til miðnættis í kvöld fimmtudag 11.ágúst.

 

Stjórn og mótanefnd Kóps

03.08.2016 20:05

Vinnukvöld á Sólvöllum.

Vinnukvöld á Sólvöllum.

 

Vinnufúsir félagsmenn og aðrir sjálfboðaliðar óskast á mótssvæðið á Sólvöllum fimmtudagskvöldið 11. ágúst n.k. kl. 18:00, og síðar ef einhverjum hentar það betur. Ætlum að snyrta og undirbúa svæðið fyrir mót. Gott að þeir sem eiga sláttuorf gætu tekið það með sér. Síðan þetta venjulega hrífu, skóflu,sleggju ofl.

Hressing að loknu verki.

 

Stjórn og mótanefnd.

03.08.2016 20:02

Hestamannamót Kóps 2016

Hestamannamót Kóps 2016

verður haldið á Sólvöllum í Landbroti sunnudaginn 14.ágúst n.k. og hefst kl. 10:00 með setningu mótsins.

Mótið er opið í A- og B-fl. og Tölti.

Dagskrá verður eftirfarandi:

-Forkeppni  í  B-fl.(opinn öllum), barnafl.,  unglingafl., ungmennafl. og A-fl. (opinn öllum).

 

-Forkeppni í tölti. (opin öllum).

 

-Matarhlé. 

 

Úrslit:

-Pollaflokkur

-Úrslit í B-fl., barnafl., unglingafl., ungmennafl., og A-flokk.

-Úrslit í tölti.

 

Kappreiðar:

 -150 m. skeið

 - 300 m. brokk

 - 300 m. stökk

 

 -100 m. skeið.

 

Skráningargjöld  fyrir ungmenna-A-og  B-flokk og Tölt  eru 3000 kr. á hest og 1500 kr. á hest  í

100m. skeið. Skráningargjöldin  greiðast inná reikn. 0317-26-3478 kt: 440479-0579. Kvittun sendist á netfangið palinapalsd@hotmail.com  Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist. Engin skráningargjöld eru í kappreiðar og barna og ungl.fl.

Skráning er á heimasíðu Kóps,www. hmfkopur.123.is (Skráningarvefur hægramegin á síðunni) og henni  lýkur kl. 23:59 miðvikudaginn 10.ágúst. Ef vandamál koma upp við skráningu eða ef eitthvað er óljóst, er hægt að hafa samband við Pálínu Pálsdóttir í síma 8674919.

Óski einhverjir eftir að skrá í kappreiðar á staðnum, þarf að hafa á reiðum höndum IS númer hestsins og  kennitölu knapa.

 

Ef breytingar verða á dagskrá verður það auglýst nánar og einnig birt á heimasíðu Kóps www.hmfkopur.123.is sem og aðrar nýjar upplýsingar um mótið ef einhverjar eru.

 

Vonumst til að sjá sem flesta í brautinni og brekkunni og að allir geti átt ánægjulegan dag með okkur.

 

Stjórn og mótanefnd Kóps.

25.07.2016 08:13

Hestaþing Hestamannafélagsins Kóps

Hestaþing Hestamannafélagsins Kóps verður haldið sunnudaginn 14.ágúst n.k á Sólvöllum í Landbroti.

Keppt verður í eftirfarandi, ef næg þátttaka fæst:

Polla- barna- unglinga og ungmennaflokk, A og B fl. gæðinga, tölti, 100m.flugskeiði og kappreiðum.

Mótið er opið í A og B fl. og tölti.

 

Nánar auglýst síðar.

 

Stjórn og mótanefnd Kóps.

22.07.2016 13:28

Hestaferð Kóps

Farið verður í hestaferð Kóps dagana 19.-21. ágúst og verður haldið í Meðallandið í þetta sinn. Gist verður í Félagsheimilinu í Efri-Ey.
Ferðin verður nánar auglýst síðar. 

Kv. Ferðanefnd Kóps

05.06.2016 15:10

Reiðskóli Hestamannafélagsins Kóps


Reiðskóli Hestamannafélagsins Kóps
verður haldin á Syðri - Fljótum dagana 8, 9, 10. júní (miðvikud. - föstudag) og 13, 14 og 15. júní (mánud. til miðvikudags), kennt verður á kvöldin.
ATH. Þetta er eitt námskeið

Þátttökugjald er 15.000 kr. og 10.000 kr. fyrir Kópsfélaga   

Æskilegt er að þátttakendur komi með hest og reiðtygi.

Kennari verður Arnhildur Helgadóttir, nánari upplýsingar og skráning á netfangið arnhildurhe@gmail.com eða í síma 866-1382 fyrir 6. júní.

Reiðnámskeiðið er fyrir alla frá 6 ára aldri og hlökkum til að sjá sem flesta

Fyrir hönd hestamannafélagsins,
Arnhildur og Jóna

25.05.2016 18:28

Kópsfélagar A.T.H.

Kópsfélagar A.T.H.

Úrtaka hjá Hmf. Kópi fyrir Landsmót 2016 verður á Sindravelli við Pétursey 11.júní n.k.

Hmf. Kópur á rétt á að senda einn keppanda í hvern flokk og gildir hæsta einkunn úr forkeppni.

Þeir sem hugsa sér að mæta með hross í úrtöku vinsamlegast hafið samband við formann Kóps, Kristínu Ásgeirsd. í síma 8693486 eða á netfangið sigmarhelga@simnet.is , til að fá nánari upplýsingar.

Stjórn Kóps.

23.03.2016 14:23

Páskabingó

Páskabingó Hestamannafélagsins Kóps
verður haldið í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn fyrir páska, 
þann 26. mars n.k og hefst kl. 14:00.

Góðir vinningar,t.d. páskaegg!! og margt,margt fleira. 

Spjaldið kostar 750 kr.
Hluti ágóðans rennur til styrktar góðu málefni.
Ath ekki posi á staðnum.

Allir velkomnir.

Fjáröflunarnefnd Hestamannafélagsins Kóps

22.02.2016 18:19

BENNI´S HARMONY HNAKKAKYNNING Á SYÐRI-FLJÓTUM

BENNI´S HARMONY HNAKKAKYNNING Á SYÐRI-FLJÓTUM

Föstudaginn 26.febrúar kl. 16:00 - 18:00 verður Benedikt Líndal með hnakkakynningu.
Hægt að skoða og prófa nýja PORTOS FREEDOM tvískipta hnakkinn frá Benni´s Harmony ásamt fleiri gerðum. 
Tilvalið að nota tækifærið ef þú ert í hnakkakaupahugleiðingum og koma með eigin hest og prófa á honum. Það verður líka hægt að fá lánaðan hest á Fljótum til að prófa hnakka.

11.02.2016 10:40

Ískaldar töltdívur

Mikil stemning er fyrir Ísköldum töltdívum og sjáum við fram á frábært mót til styrktar Landsliði Íslands í hestaíþróttum.

Glæsilegir aukavinningar verða í boði ásamt því að sigurvegari opins flokks hlýtur þátttökurétt á Allra sterkustu 26. mars næstkomandi.

Einnig verður glæsilegasta parið valið.

Í ár verða keppnisgreinarnar eftirfarandi:

  • T1 (Opinn flokkur)
  • T3 (Meira vanar)
  • T7 (Minna vanar)
  • T3 (Ungmennaflokkur (18-21 árs))
  •  

Keppnin hefst með forkeppni, að henni lokinni verður skemmtiatriði í hléi og svo taka úrslitin við. 

Úrslitin hefjast kl. 20:00

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Skráningargjaldið er kr. 6.000. Takmarkaður fjöldi skráninga! 

Allur ágóði af mótinu fer til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum sem keppir á Norðurlandamótinu í Biri í Noregi í sumar. 

Landsliðsnefnd LH

25.01.2016 11:57

Frumtamninganámskeið

Frumtamninganámskeið verður haldið helgina 6-7.febrúar að Syðri-Fljótum og kennari verður Kristín Lárusdóttir.

Fyrirkomulagið er þannig að þátttakendur mæta með sín eigin trippi. Það vinna tveir og tveir saman og hver tekur sitt trippi en það yrði þá hjálpast að með þau. Þeir yrðu ca. eina klst með þessi tvö trippi bæði laugardag og sunnudag. Síðan yrðu trippin tekin aftur þrjú kvöld í vikunni eftir eða þegar tími hentar. Gott væri ef menn myndu fylgjast með þegar hinir væru að taka sín trippi.

Þetta gera þá fimm skipti á mann og verðið er kr 15.000.

Skráning er hjá Pálínu í síma 867-4919 eða á netfangið palinapalsd@hotmail.com

Um að gera að taka helgina frá og láta þetta tækifæri ekki hjá sér fara.


Stjórn Hmf.Kóps

22.01.2016 19:31

Aðalfundur hestamannafélagsins Kóps

Aðalfundur hestamannafélagsins Kóps verður haldinn föstudaginn 5.febrúar kl. 20:30 í Kirkjubæjarskóla.
Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins.
Það verða kaffiveitingar í boði og nýjir félagar eru velkomnir.

Skorum á félagsmenn til þess að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum.


Stjórn Hmf.Kóps

22.01.2016 19:10

Úrslit folalda- og trippasýningar

Folalda- og trippasýning Hestamannafélagsins Kóps haldin að Syðri-Fljótum 8.nóvember 2015
Dómarar voru Ásmundur Þórisson og Elvar Þormarsson
Eigulegasta folaldið að mati dómara og áhorfenda var hestfolaldið Nn frá Prestsbakka undan Brag frá Ytra-Hóli og Gleði frá Prestsbakka og eigulegasta trippið
að mati dómara og áhorfenda var Seifur frá Kirkjubæjarklaustri II undan Mjölni frá Seglbúðum og Spurningu frá Kirkjubæjarklaustri II.
Merfolöld fædd 2015
Sæti IS númer Nafn Uppruni Litur Faðir Móðir Ræktandi/Eigandi
1 IS2015285 Draumey Jórvík 1 Jörp Bendix frá Miðhjáleigu. Ae. 7,88 Dröfn frá Jórvík 1 Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir
2 IS2015285 Nn Jórvík 1 Jörp Bendix frá Miðhjáleigu. Ae. 7,88 Pamela frá Dúki Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir
3 IS2015285 Nn Jórvík 1 Jörp Hagen frá Reyðarfirði Herdís frá Miðhjáleigu Leó Geir Arnarson
Hestfolöld fædd 2015
Sæti IS númer Nafn Uppruni Litur Faðir Móðir Ræktandi/Eigandi
1 IS2015185 Nn Prestsbakka Brúnn Bragur frá Ytra-Hóli. Ae. 8,37 Gleði frá Prestsbakka. Ae. 8,70 Jón Jónsson & Ólafur Oddsson
2 IS2015185 Nn Jórvík 1 Jarpstjörnóttur Bendix frá Miðhjáleigu. Ae. 7,88 Stjarna frá Brjánslæk Ásgerður G. Hrafnsdóttir & Soffía Gunnarsdóttir
3 IS2015185 Hagalín Jórvík 1 Jarpur Hagen frá Reyðarfirði. Ae. 8,32 Drótt frá Reykjavík Ásgerður Gróa Hrafnsdóttir
Mertrippi fædd 2013 og 2014
Sæti IS númer Nafn Uppruni Litur Faðir Móðir Ræktandi/Eigandi
1 IS2013285456 Elva Syðri-Fljótum Rauðblesótt Penni frá Eystra-Fróðholti. Ae. 8,23 Elka frá Króki. Ae. 8,07 Guðbrandur Magnússon & Kristín Lárusdóttir
2 IS2014285456 Embla Syðri-Fljótum Brún Konsert frá Korpu. Ae. 8,61 Elka frá Króki. Ae. 8,07 Guðbrandur Magnússon & Kristín Lárusdóttir
3 IS2014285100 Aþena Kirkjubæjarklaustri II Móbrún Glaður frá Prestsbakka. Ae. 8,41 Spurning frá Kirkjubæjarklaustri II. Ae. 8,01 Sverrir Gíslason & Fanney Ólöf Lárusdóttir
Hesttrippi fædd 2013 og 2014
Sæti IS númer Nafn Uppruni Litur Faðir Móðir Ræktandi/Eigandi
1 IS2013185100 Seifur Kirkjubæjarklaustri II Brúnstjörnóttur Mjölnir frá Seglbúðum Spurning frá Kirkjubæjarklaustri II. Ae. 8,01 Sverrir Gíslason & Fanney Ólöf Lárusdóttir
2 IS2013185456 Þyrnir Syðri-Fljótum Brúnn Álfur frá Selfossi. Ae. 8,46 Eldey frá Fornusöndum. Ae.8,10 Guðbrandur Magnússon & Kristín Lárusdóttir
3 IS2014185081 Nn Hörgsdal Rauðblesóttur Haukur frá Haukholtum. Be. 8,18 Bleik-Blesa frá Hemlu I Sigurður Vigfús Gústafson
Hestamannafélagið Kópur þakkar þeim sem mættu fyrir skemmtilegan dag 

20.01.2016 19:06

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.


Heyefnagreining 1.   Prótein, tréni, meltanleiki (NIR greining) og útreiknaðar fóðureiningar. 

Kostar 3500 kr. án vsk pr sýni.


Heyefnagreining 3.   Prótein, tréni, meltanleiki og útreiknaðar fóðureiningar.
Kalsíum, magnesíum, kalí, natríum, fosfór, brennisteinn, járn, zink, kopar, mangan og selen.

Kostar 8500.- kr. án vsk pr sýni.


Viðmið fyrir meðalgott hestahey fylgir með niðurstöðum.


Getum einnig útvegað  leiðbeiningu ef  óskað er en það kostar örlítið meira (1000 kr. fyrir minni greiningu en 1500 kr. fyrir stærri).


Þið þurfið að senda okkur sýni  fyrir 5. hvers mánaðar og við lofum niðurstöðum fyrir  20. hvers mánaðar.  
Gott er að sýnin séu 100-300 grömm (fer eftir hvað þau eru blaut). 
Ekki er kostur fyrir okkur að fá of stór sýni, fyrir utan að þá verður sendingarkostnaður fyrir ykkur meiri.


Setjið heysýnið í poka og bindið fyrir og sendið okkur í pósti. Ef um fleiri en eitt sýni er að ræða frá sama aðila þarf að aðgreina sýnin. 

Sendið með upplýsingar um eiganda, nafn, heimilisfang, kt, sími, tölvupóstfang og hvaða greiningu þið óskið eftir að fá.


Við vonum sannarlega að hestamenn taki við sér og sendi okkur heysýni og það skapist stemmning innan hestamannafélaga að senda okkur sýni. 
Við munum taka saman hve mörg sýni berast frá hverju félagi í hverjum mánuði og ef sýni berast frá 10 % félagsmanna fá þeir aðilar 10 % afslátt af dýrari heyefnagreiningunni en hún mun þá kosta 7650 kr. án vsk.


Blóðgreiningar.

Mikið hefur verið í umræðunni selenskortur í hestum og jafnvel járnskortur.


Getum greint í blóði bæði selen og járn en innifalið í þeirri mælingu er
einnig kalsíum, magnesíum, kalí, natrínum, fosfór, mangan, zink, kopar, kóbolt og mólýbden.

Blóðmæling kostar 7200.- kr. án vsk.


Sama gildir um blóðgreininguna að við keyrum blóðgreiningu einu sinni í
mánuði, setjum af stað keyrslu 5. hvers mánaðar og niðurstöður berast fyrir 20. hvers mánaðar.

Auðvelt er að geyma sýnin fryst.


Vinsamlega sendið sýnin til:

Efnagreining ehf

Ásvegi 4, Hvanneyri

311 Borgarnes


Nánari upplýsingar hjá Elísabetu í síma 6612629.


Með bestu kveðju
Elísabet Axelsdóttir

Efnagreining ehf
Ásvegi 4 
Hvanneyri 
311 Borgarnes

28.12.2015 07:44

Jólakveðja

Jólakveðja.

Sendum hugheilar jóla og nýársóskir til félagsmanna okkar og annara velunnara,

með þökk fyrir stuðning og samstarf á árinu.

Bestu kveðjur.

Hmf. Kópur.

Tenglar

Flettingar í dag: 258
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 152
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 368842
Samtals gestir: 66344
Tölur uppfærðar: 3.8.2020 23:54:07